Færsluflokkur: Bloggar

Steingrímur skýtur sig í fótinn í 80 daga starfsstjórninni.

Þetta kalla ég að skjóta sig í fótinn.

Steingrímur gagnrýndi fyrri stjórn fyrir að taka þessa ákvörðun, þótt þessi ákvörðun Einars hafi aðeins verið framlenging á veiði undanfarina ára og mjög eðlileg eftir mikinn undirbúning undafarina mánuða og ára. Alþingi hefur samþykkt að vinna að þessum málum og ætlar Steingrímur nú að ganga gegn vilja Alþingis, og þar að auki situr hann í starfsstjórn.

Ég held þeir eigi mjög erfitt með að draga þetta til baka, þess vegna held ég að þeir geri allt til að "skemma" þetta nógu mikið svo að málið liggi dautt. Ef svo fer, þá er það ekkert annað en hryðjuverk gagnvart íslensku þjóðinni.

En hvernig er annars hægt að vera á móti atvinnusköpun og gjaldeyris öflun? Ég næ ekki uppí þetta.


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón hugsar í málefnum, enn ekki um pólitískar hnífastungur.

Mér finnst þetta mjög flott hjá Guðjóni, að vera samkvæmur sjálfum sér og láta málefnin ráða en ekki einhverja fílu á milli pólitískra afla. Auðvitað eigum við að nýta þessa sjávarafurð og við þurfum svo sannarlega á því að halda núna. Varðandi tímasetninguna hjá Einari þá er hún kannski óheppileg, en mér finnst það samt ekki skipta máli. Það sem skiptir máli er að fá gjaldeyrir inn í landið að skaffa atvinnu, hvernig geta menn verið á móti því... ég næ ekki uppí þetta.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins jákvæðar fréttir, glæsilegt!

Til hamingju íslendingar! Auðvitað að nýta auðlyndir hafsins og efla gjaldeyris til landsins með því að veiða fisk og hval áður en hann étur alla loðnuna okkar. Þetta kallast að halda jafnvægi í lífríkinu og nýta hana á skynsaman hátt.

Seljum svo bara Árna Finnson líka til Japans...


mbl.is Hvalveiðar leyfðar til 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt hrós til sjávarútvegsráðherra, frábært!

Það þarf kjark til að taka af skarið með þessa ákvörðun, sérstaklega eins og aðstæður eru þessa dagana. En ég veit að það er búinn að vinna lengi að þessu og sjávarútvegsráðherra á hrós skilið fyrir að klára málið. Þessi ákvörðun er svo sannarlega tekinn með hliðsjón af þjóðarhagsmunum.

 Til hamingju Ísland. Nú sýnum við kreppunni hvað í okkur býr.


mbl.is Það var ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Stefán Gunnlaugsson
Stefán Gunnlaugsson
Tölvunarfræðingur og faðir í kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband